Njarðvík 1-2 Álftanes: Mögnuð frammistaða á parketinu og í stúkunniPrenta

Körfubolti

Ljónin minnkuðu muninn í 1-2 í 8-liða úrslitum Bónusdeildar karla gegn Álftanesi í gærkvöldi. Okkar menn göldruðu fram eina svakalega frammistöðu og skelltu Álftnesingum 107-74.

Sex leikmenn gerðu 10 stig eða meira í leiknum, Dwayne stigahæstur með 26 stig, Milka 24 og Mario 23 en þeir þrír voru allir með huggulegar tvennur því Dwayne var líka með 11 stoðsendingar og þeir Milka og Mario báðir með 13 fráköst!

Græna hjörðin setti heldur betur myndarlegan svip á leikinn í gær og var stúkan hreint út sagt stórkostleg. Með svona stuðningi er okkar liði allir vegir færir. Fjórða viðureign liðanna verður úti á Álftanesi þriðjudaginn 15. apríl og við hvetjum okkar stuðningsfólk til að fylgjast vel með þegar miðasalan hefst á Stubbur app og næla sér í miða í tæka tíð.

Hér að neðan koma helstu umfjallanir leiksins:

Endalínan, nýtt dropp: „Af hverju ekki” (þátturinn er 29 kílókaloríur)

VF.is: Njarðvík með stórsigur á Álftanesi og bjuggu sér til líflínu

Karfan.is: Njarðvíkingar vaknaðir til lífs í úrslitakeppninni

Karfan.is: Geggjaður varnarleikur

Vísir.is: Njarðvíkingar eru enn á lífi

Vísir.is: Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hvert það myndi leiða okkur

Mbl.is: Njarðvíkingar niðurlægðu Álftanes og einvígið lifir

Mbl.is: Alvöru ljónahjörð sem mætir út á Álftanes

RÚV.is: Njarðvíkingar og ÍR fundu líflínu

Ljósmynd/ Gunnar Jónatansson