Njarðvík 1-2 Álftanes: 180 ljón fylgja okkar mönnum í bardaga
Prenta

Körfubolti

Fjör í IceMarHöllinni frá 16.00-18.00 í dag

Fríar sætaferðir fyrir ljónahjörðina með Travice

Fjórða viðureign Njarðvíkur og Álftaness í 8-liða úrslitum Bónusdeildar karla fer fram í Kaldalónshöllinni á Álftanesi í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19.30. Staðan er 1-2 Álftanesi í vil en okkar menn minnkuðu muninn með svaðalegri frammistöðu í þriðja leik. Í kvöld er sama lögmál sem stýrir okkar mönnum, ekkert annað en sigur er á boðstólunum!

Njarðvíkingar fengu 180 miða á völlinn og eru þeir uppseldir þannig að það verða 180 græn ljón sem munu láta vel í sér heyra og gera allt sem hægt er til að koma seríunni í oddaleik í IceMar Höllinni. Snillingarnir hjá Travice hafa boðið Njarðvíkingum fríar sætaferðir á leikinn en skrá þarf í rútuna hér:

Í dag ætla Njarðvíkingar að gera sér glaðan dag hvort sem þeir eiga miða á leikinn eða ekki og hittast í IceMar Höllinni frá 16.00-18.00. Hægt verður að fara inn í sal í körfubolta, búbbluboltar á staðnum, skemmtilegir leikir og Njarðvíkurvarningur til sölu ásamt veitingum. Trommusveitin mun hita upp með nokkrum slögurum og við hvetjum alla til að líta við og taka þátt í að keyra stemmninguna í gang með hinum hugrökku 180 Njarðvíkingum sem nældu sér í miða og ætla að öskra okkar menn áfram í kvöld.

Fyrir fánann og UMFN!