Njarðvík sigraði KV í dag 3 – 1 á Njarðtaksvellinum með sigrinum er Njarðvík sigurvegari í 2. deild 2017. Þetta er í annað sinn sem Njarðvík er sigurvegari í deildarkeppni en fyrra skiptið var 1981. Eftir leiki dagsins erum við með átta stiga forskot þegar ein umferð er eftir.
Það var ekkert fótboltaveður sem boðið var uppá í Reykjanesbæ í gærdag og setti það svip á leikinn. Njarðvík lék undan sterkum vindi og rigningu í fyrrihálfleik og réði gangi mála. KV átti annað slagið upphlaup sem ekki sköpuð neina hættu. Þrátt fyrir sóknarþungann tókst okkur ekki að stýra boltanum í netið og staðan 0 – 0 í hálfleik.
Seinnihálfleikur var allur okkar, gestirnir náðu einni og einni sókn. Fyrsta mark leiksins kom á 52 min þegar Kenneth Hogg skoraði eftir gott upphlaup. Þremur mínótum seinna misstum við boltann klaufalega og Gunnar Kristjánsson náði að jafna leikinn með góðu skoti undan vindinum. Og aftur liðu þrjár mínótur og þá var boltinn í marki KV, sjálfsmark. Þriðja markið kom svo á 82 mín þegar “markamaskínan” Arnór Björnsson skoraði gott mark. Liðið var heilt yfir að leika vel við slæmar aðstæður lengst af. Sanngjarn 3 – 1 sigur á heimavelli sem tryggði okkur 2. deildarmeistaratitilinn 2017. Njarðvík vann síðast C deildinna árið 1981 svo það var komin tími á titill.
Að leik loknum afhenti Guðni Bergsson formaður KSÍ Andra Fannari Freyssyni fyrirliða Njarðvík bikarinn sem var vel fagnað af fjölmörgum áhorfendum.
Þá er einn leikur eftir, næsti laugardagur gegn Völsungi á Húsavík kl. 14:00. Við munum síðan halda okkar lokahóf um kvöldið og þá tekur við langþráð frí.
Andri Fannar fyrirliði Njarðvík og Gunnar Þórarinsson fyrirliði Njarðvík 1981
Nokkar myndir úr leiknum í dag