Njarðvík 3-0 Grindavík: Ljónin í undanúrslitPrenta

Körfubolti

Njarðvíkingar eru komnir í undanúrslit Subwaydeildar karla eftir 3-0 sigur á Grindavík í 8-liða úrslitum. Liðin mættust í Ljónagryfjunni í gær þar sem lokatölur voru 102-93.

Útlit var fyrir stórsigur eftir fyrri hálfleik en Grindvíkingar eru ekki mikið fyrir að láta afskrifa sig og gerðu þetta aftur að leik. Njarðvík hélt þó sjó og kláraði verkefnið og seríuna 3-0.

Dedrick Basile var stigahæstur með 25 stig, 4 fráköst og 5 stoðsendingar. Næstur var Lisandro Rasio með 21 stig og 12 fráköst og Mario Matasovic bætti við 20 stigum og 3 fráköstum.

Þá á einungis eftir að skýrast hvaða liðum Njarðvík mætir í undanúrslitum en staðan er eftirfarandi í hinum rimmunum þegar þetta er ritað:

Valur 2-1 Stjarnan
Keflavík 0-2 Tindastóll
Haukar 1-1 Þór Þorlákshöfn

Hér má sjá helstu umfjallanir eftir leik gærkvöldsins:

Karfan.is: Sópurinn á lofti í Ljónagryfjunni – Njarðvík tryggði sig áfram í undanúrslitin

Karfan.is: Við viljum Stólana

Vísir.is: Njarðvíkingar fyrstir í undanúrslit

Mbl.is: Njarðvík sópaði grönnunum úr leik

Mbl.is: Sigurinn skiptir öllu

Mynd/ Skúli: Lisandro var með hraustlega tvennu í gær