Njarðvík er komið í undanúrslit Bónusdeildar kvenna eftir 3-0 sigur á Stjörnunni í 8-liða úrslitum. Liðin mættust í þriðja leiknum í IceMar Höllinni miðvikudagskvöldið 9. apríl þar sem Njarðvík fór með 95-89 sigur af hólmi.
Dinkins lauk leik með 35 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar, Pauline með 17 stig og 9 fráköst og Hesseldal með 13 stig og 16 fráköst.
Viðureignir Hauka og Grindavíkur og svo Vals og Þórs eru enn í gangi svo það á enn eftir að skýrast hverjir verða andstæðingar okkar í undanúrslitum. Hér að neðan má nálgast svo helstu umfjallanir um þriðju viðureign Njarðvíkur og Stjörnunnar.
VF.is: Njarðvíkurkonur áfram í undanúrslit eftir hörku þriðja leik gegn Stjörnunni
Karfan.is: Njarðvík sópaði Stjörnunni í sumarfrí
Karfan.is: Vissum að þetta yrði erfiður leikur
Mbl.is: Njarðvík í undanúrslit en Stjarnan í sumarfrí
Mbl.is: Allar tilbúnar að láta vaða þegar pressan var mikil
Vísir.is: Sópurinn á lofti í IceMar Höllinni
Vísir.is: Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér