Njarðvík á ferðinni með Bus4uPrenta

Körfubolti

Sævar Baldursson eigandi og framkvæmdastjóri Bus4u og Kristín Örlygsdóttir formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur undirrituðu nýverið nýjan samstarfs- og styrktarsamning sín á milli.

Deildin hefur síðustu ár átt í farsælu samstarfi við Sævar og Bus4u en þannig hafa meistaraflokkar félagsins ferðast á leikstaði út á landi í sínum deildarleikjum.

Bus4u hefur síðustu tvo áratugi boðið upp á fjölbreytta þjónustu við ferðlanga en starfsemi fyrirtækisins má kynna sér nánar á heimasíðu Bus4u.