Njarðvík bikarmeistari kvenna í annað sinnPrenta

Körfubolti

Njarðvík er VÍS-bikarmeistari kvenna 2025 eftir frækinn spennusigur gegn Grindavík í úrslitaviðureign bikarsins sem fram fór í Smáranum í Kópavogi. Lokatölur 81-74 þar sem Brittany Dinkins var valin besti leikmaður úrslitaleiksins með stórglæsilega þrennu, 31 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar.

Þegar allt var í járnum kom Emilie Hesseldal með eina stærstu körfu leiksins þegar hún skellti niður þrist og jók muninn í 78-73 fyrir Njarðvík og fór það langt með leikinn. Hesseldal var einnig með magnaða tvennu en hún gerði 14 stig í leiknum og tók 20 fráköst.

Pauline Hersler fór rólega af stað í leiknum en í síðari hálfleik fann hún heldur betur fjölina, lauk leik með 25 stig og 9 fráköst og þá voru þær Hulda, Sara og Lára allar með 3 stig.

Annar bikartitill kvennaliðs Njarðvíkur í sögunni staðreynd en liðið varð fyrst bikarmeistari árið 2012. Til hamingju Njarðvíkingar og kærar þakkir fyrir stórglæsilegan stuðning í Smáranum.

Hér að neðan má nálgast helstu umfjallanir um bikarsigurinn:

VF.is: Njarðvík bikarmeistari kvenna eftir sigur gegn Grindavík

Karfan.is: Njarðvík VÍS-bikarmeistarar kvenna 2025

RÚV: Njarðvík er bikarmeistari í annað sinn

MBL.is: Njarðvík er bikarmeistari í annað sinn

Vísir.is: Njarðvíkingar bikarmeistarar

Mynd/ Gunnar Jónatansson