Heil umferð fer fram í Subwaydeild kvenna í kvöld en það er 19. umferð deildarinnar. Njarðvík tekur á móti Breiðablik og hefst viðureign liðanna kl. 18:15 í Ljónagryfjunni.
Með umferð kvöldsins eru alls tíu leikir eftir í deildinni hjá öllum liðum og því 20 stig í pottinum. Okkar konur hafa unnið tvo leiki í röð núna og baráttan um sæti í úrslitakeppninni harðnar með hverri umferð! Við viljum því sjá græna Gryfju í kvöld.
Stjórn Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur hefur ákveðið að allir iðkendur yngri flokka í Njarðvík geti boðið foreldrum sínum frítt á völlinn í kvöld! Unglingaráð KKD UMFN verður svo með rjúkandi flatbökur og pylsur á staðnum svo allir komi saddir og sælir á pallana að styðja sitt lið.
Undanfarið hefur hin sænska Emma Adriana verið á reynslu hjá Njarðvík og er þeim reynslutíma lokið. Emma heldur nú aftur til Svíþjóðar og vill Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur þakka henni fyrir sitt framlag til liðsins í undanförnum leikjum. Þá má þess einnig geta að það styttist verulega í endurkomu Laviniu Da Silva sem verið hefur að glíma við meiðsli undanfarið.
Hlökkum til að taka á móti ykkur í Ljónagryfjunni í kvöld – Áfram Njarvðík
Staðan í deildinni