Njarðvík tekur á móti Breiðablik í Ljónagryfjunni í kvöld kl. 19:15 en viðureign kvöldsins er síðan fresta varð í Njarðvík vegna heitavatnsleysis. Eftir viðureign liðanna í kvöld verða öll lið í deildinni búin með 20 umferðir.
Með sigri í kvöld geta Ljónin komið sér í 2. sæti deildarinnar en Valsmenn tróna sem fyrr á toppnum með 32 stig en Njarðvík í 2.-4. sæti með 28 stig eins og Keflavík og Grindavík en á leik kvöldsins til góða.
Sigur í kvöld skiptir því höfuðmáli í baráttunni um deildarmeistaratitilinn og því Njarðvíkingar hvattir til að fjölmenna á pallana og styðja strákana til sigurs. Þá er ekki úr vegi að minna alla á að næla sér í miða fyrir bikarleikinn á miðvikudag þegar Njarðvík og Keflavík mætast í Laugardalshöll í undanúrslitum VÍS-bikars kvenna.
Sjáumst á besta skemmtistað bæjarins í kvöld, Ljónagryfjunni!
Áfram Njarðvík