Njarðvík enn ósigraðir – Úlfur Ágúst lék sinn síðasta leik fyrir NjarðvíkPrenta

Fótbolti

Njarðvík tók á móti Þrótti Reykjavík í gærkvöldi í toppslag 2.deildar karla í flottu veðri á Rafholtsvellinum.

Njarðvík voru fyrir leikinn með 8 stiga forystu á Þrótt sem voru í öðru sæti deildarinnar á eftir Njarðvík.
Leikar fóru svo að okkar menn sigruðu 2-1 eftir að hafa lent undir 1-0 í fyrri hálfleik. En það var Oumar Diouck, markahæsti leikmaður deildarinnar sem gerði 2 mörk á 5 mínútna kafla í seinni hálfleik sem tryggði Njarðvíkurliðinu stigin 3.
Annað markið kom beint úr aukaspyrnu og var einkar glæsilegt.

Njarðvíkingar eru því enn ósigraðir á toppi deildarinnar með 37 stig af 39 mögulegum eftir 13 umferðir. Markatalan 43:10.

Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn Víking Ólafsvík þann 27. júlí klukkan 19:15 – hvetjum alla til að fjölmenna þá.

Þá hafa annars FH-ingar kallað leikmann sinn, Úlf Ágúst Björnsson, til baka úr láni frá Njarðvík þar sem hann hefur spilað frábærlega fyrir Njarðvíkurliðið í sumar og er næstmarkahæstur í deildinni með 10 mörk í 12 leikjum.

Knattspyrnudeildin óskar Úlfi góðs gengis hjá FH og þakkar honum fyrir sitt framlag til deildarinnar í sumar.

Áfram Njarðvík!