Njarðvík fær Fjölni og Val í VÍS-bikarnumPrenta

Körfubolti

Búið er að draga í 8-liða úrslit VÍS-bikarkeppninnar þar sem kvennalið Njarðvíkur fékk heimaleik á móti Fjölni en karlalið Njarðvíkur drógst gegn Val á útivelli. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ og Helgi Bjarnason forstjóri VÍS sáu um að draga liðin úr bikarskálinni frægu.

Leikirnir munu fara fram dagana 11.-13. desember næstkomandi. Á leið sinni inn í 8-liða úrslit hafði kvennalið Njarðvíkur öruggan sigur á Skallagrím í 16-liða úrslitum en Fjölnir sló út Keflavík í miklum spennuslag. Karlalið Njarðvíkur hafði öruggan sigur gegn Álftanesi í Forsetahöllinni í 16-liða úrlsitum en Valsmenn komust áfram með sigri á Breiðablik.

Allan bikardráttinn í 8-liða úrslit karla og kvenna má sjá í meðfylgjandi mynd hér að ofan með þessari frétt.