Njarðvík fékk Tindastól og KR í 8-liða úrslitum VÍS-bikarsinsPrenta

Körfubolti

Í dag var dregið í 8-liða úrslit í VÍS-Bikarkeppni karla og kvenna. Kvennalið Njarðvíkur mætir Tindastól í IceMar-Höllinni en karlalið Njarðvíkur mætir KR í vesturbænum.

Dregið var í hádeginu í dag og fór drátturinn svo:

8-liða úrslit fara fram 18.-20. janúar 2025

8-liða úrslit kvenna
Ármann-Hamar/Þór Þorlákshöfn
Njarðvík-Tindastóll
Grindavík-Stjarnan
Þór Akureyri-Haukar

8-liða úrslit karla
Sindri-Valur
KR-Njarðvík
Álftanes-Stjarnan
Keflavík-Haukar