Njarðvík-Fjölnir í Dalhúsum í kvöldPrenta

Körfubolti

Þriðja umferð Subwaydeildar kvenna hefst í kvöld þegar Njarðvík mætir Fjölni í Dalhúsum kl. 18:15. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Bæði Njarðvík og Fjölnir eru með tvö stig eftir tvær fyrstu umferðirnar þar sem Njarðvík tapaði gegn Keflavík en hafði svo sigur á Grindavík. Fjölnir að sama skapi tapaði fyrir Grindavík en náði í sín fyrstu stig gegn ÍR.

Leikir kvöldsins:
Fjölnir – Njarðvík 18:15
Grindavík – Breiðablik 19:15
Keflavík – Haukar 20:15

Umferðinni lýkur svo með viðureign Vals og ÍR annað kvöld.