Njarðvík-Fjölnir í Gryfjunni í kvöldPrenta

Körfubolti

Njarðvík tekur á móti Fjölni í Ljónagryfjunni kl. 19:15 í Subwaydeild kvenna í kvöld. Heil umferð fer fram í kvöld en það er tíunda umferð deildarinnar.

Liðin mættust í fyrstu umferð í Dalhúsum þar sem okkar konur höfðu 84-95 sigur. Fyrir kvöldið er Njarðvík í 4. sæti deildarinnar með 10 stig en Fjölnir er í 6. sæti með 6 stig.

Það verður nóg við að vera í Ljónagryfjunni í kvöld. Iðkendur í minnibolta 8-9 ára stúlkna munu leika listir sínar í hálfleik en þjálfarar í þeim aldurshópi eru Agnar Mar Gunnarsson og Bylgja Sverrisdóttir. Þá verða nemendur í 5.-6. bekk Háaleitisskóla sérstakir gestir á leiknum en þær Aliyah Collier, Raquel Laneiro og Lavinia Da Silva heimsóttu skólann nýverið og buðu nemendunum á leikinn.

Er líða tekur að jólum þá er ekki úr vegi heldur að mæta tímanlega í Gryfjuna í kvöld en við verðum með vinsælu Njarðvíkur-rúmfötin til sölu fyrir og á meðan leik stendur.

Hlökkum til að taka á móti ykkur í Ljónagryfjunni, mætum græn og Áfram Njarðvík!

Mynd/Sunna: Aliyah, Raquel og Lavinia ræða við nemendur í 5.-6. bekk Háaleitisskóla.