Njarðvík tekur á mólti Fjölni í Subwaydeild kvenna í kvöld kl. 19:15 í Ljónagryfjunni. Sérstakir gestir okkar á leiknum í kvöld verða nemendur í 1.-2. bekk í Háaleitisskóla.
Eftir 22 umferðir eru 12 stig eftir í pottinum með leik kvöldsins fyrir okkar konur. Það er því ljóst að við komumst ekki ofar í töfluna en baráttan um síðasta sætið í úrslitakeppninni heldur áfram. Ýmisir möguleikar eru í stöðunni en þeir eru helst að Fjölnir getur jafnað Njarðvík að stigum vinni Fjölnir rest og Njarðvík tapi rest og svo er það Grindavík. Aðeins munar sex stigum á Njarðvík og Grindavík en við eigum leik til góða á Grindvíkinga sem hafa leikið 23 leiki og því 10 stig í potti þeirra en Njarðvík leikið 22 leiki og því 12 stig í pottinum.
Nú er lag að mæta í Gryfjuna og styðja okkar konur í baráttunni um tvö mikilvæg stig í kvöld því farseðillinn í úrslitakeppnina kemur ekki að sjálfu sér. Sjötti maðurinn á áhorfendapöllunum leikur lykilhlutverk – Áfram Njarðvík!