Njarðvík-Fjölnir í Ljónagryfjunni í kvöld!Prenta

Körfubolti

Njarðvík tekur á móti Fjölni í Subway-deild kvenna í kvöld kl. 19:15. Leikurinn fer fram í Ljónagryfjunni en þetta er þriðji síðasti leikurinn í venjulegri deildarkeppni áður en deildinni verður skipt upp í A og B hluta.

Fyrir kvöldið er Njarðvík í 2. sæti deildarinnar með 20 stig og hafa ljónynjurnar unnið síðustu fimm deildarleiki í röð og eru á góðu skriði. Fjölniskonur að sama skapi eru í bratta og hafa tapað síðustu sjö leikjum sínum í röð í deildinni. Þó nokkuð skilji liðin að í stöðutöflunni þá er engu að síður von á hörku slag í þessari jöfnu og skemmtilegu deild.