Njarðvík á risaleik í kvöld gegn Grindavík í Subwaydeild kvenna. Liðin berjast hart um sæti í úrslitakeppninni og tvö stig í kvöld því afar dýrmæt í þeirri glímu. Viðureign liðanna hefst kl. l18:15 í HS Orku-Höllinni í Grindavík.
Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Fyrir leikinn í kvöld eru Ljónynjurnar okkar í Njarðvík með 22 stig í 4. sæti deildarinnar en Grindavík hefur 18 stig í 5. sæti deildarinnar. Grænar eiga leik til góða með 22 stig í 21 leik en Grindavík 18 stig í 22 leikjum til þessa.
Njarðvík vann fyrsta leik liðanna í vetur 77-61 og annan leikinn 79-83 úti í Grindavík. Grindvíkingar gerðu svo góða ferð í Ljónagryfjuna í þriðju viðureigninni og unnu 67-73 og því mætast liðin í kvöld í fjórða og síðasta sinn í deildinni þetta tímabilið en leikin er fjórföld umferð í Subwaydeild kvenna.
Leikir kvöldsins í Subwawydeild kvenna
18:15 Grindavík – Njarðvík
19:15 Keflavík – Breiðablik
19:15 Fjölnir – ÍR
20:15 Valur – Haukar
Staðan í deildinni