Njarðvík-Grindavík í kvöld kl. 19:15Prenta

Körfubolti

Í kvöld tökum við á móti Grindavík í 15. umferð Domino´s-deildar karla. Leikurinn hefst kl. 19.15 í Njarðtaksgryfjunni og von á enn einum ekta Suðurnesjaslag.

Grindavík hefur tapað síðustu fjórum leikjum í deildinni og Njarðvík tapað tveimur í röð gegn Tindastól og Keflavík. Okkar menn ætla sér ekkert annað en beint aftur inn á sigurbraut og treysta því að stúkan verði græn og láti vel í sér heyra.

Fyrir umferð kvöldsins er Njarðvík í 4. sæti deildarinnar með 16 stig eins og KR og Haukar en Grindavík í 9. sæti með 10 stig.

Við hvetjum alla Njarðvíkinga til að mæta á völlinn í kvöld!

#ÁframNjarðvík

FB-viðburður leiksins