Njarðvík tekur á móti Grindavík í Subway-deild kvenna í kvöld kl. 19:15. Stórleikur á ferðinni og sá fyrsti nú þegar búið er að skipta deildinni upp í A og B hluta.
Að lokinni keppni í A og B deild hefst úrslitakeppni en keppnishluti A-deildar virkar svona: Leiknar eru 10 umferðir þar sem hvert lið leikur 8 leiki. Eitt lið situr hjá í hverri umferð, þannig að hvert lið situr hjá tvisvar.
Það er von á svakalegum Suðurnesjaslag í Ljónagryfjunni í kvöld og græna hjörðin hvött til að fjölmenna á pallana og styðja Ljónynjur til sigurs. Láttu sjá þig á besta skemmtistað bæjarins, Ljónagryfjunni!
#ÁframNjarðvík