Njarðvík tekur á móti Grindavík kl. 20:15 í Subwaydeild karla í kvöld föstudaginn 18. febrúar. Leikur kvöldsins er fyrsti heimaleikur okkar manna síðan 20. janúar síðastliðinn!
Það er alltaf líf og fjör í Ljónagryfjunni og þennan föstudaginn verða bræðurnir Gunnar og Teitur Örlygssynir á grillinu og bjóða upp á gómsæta borgara frá kl. 19.00.
Leikur kvöldsins er Ungó-leikur og ef okkar menn setja 15 þrista eða fleiri í kvöld fá miðahafar tvær pizzusneiðar og pepsi á Ungó á morgun! Þá verður Ungóskotið á sínum stað svo nú er ekkert annað að gera en að mæta í grænu og styðja Ljónin til sigurs.
Grindavík vann síðasta leik liðanna 87-82 fyrir jól en mikið vatn hefur síðan þá runnið til sjávar en eitt er þó vist að það er von á alvöru föstudagsfjöri í kvöld, viðureign tveggja góðra liða og það í beinni á Stöð 2 Sport.
Fyrir leikinn í kvöld er Njarðvík í 3. sæti deildarinnar með 22 stig en Keflavík og Þór Þorlákshöfn hafa bæði 24 stig á toppi deildarinnar. Við eigum tvo leiki til góða á Keflavík en einn á Þór, við viljum þinn stuðning í stúkuna kæri Njarðvíkingur!
#ÁframNjarðvík