Njarðvík-Hamar/Þór í NjarðtaksgryfjunniPrenta

Körfubolti

Njarðvík tekur á móti Hamar/Þór í 1. deild kvenna í dag í Njarðtaksgryfjunni. Leikurinn hefst kl. 16.00 og er það mikið fagnaðarefni að áhorfendum er heimilt að mæta og styðja grænar ljónynjur! Við biðjum stuðningsmenn að athuga að þennan leik verður aðeins rúm fyrir 36 vallargesti og þá verður þetta „fyrstir koma fyrstir fá.”

Í dag eru tvö mikilvæg stig í boði en Njarðvík hefur unnið síðustu fimm leiki í röð og er í 2. sæti með 12 stig á meðan ÍR hefur 16 stig á toppi deildarinnar og hefur leikið einum leik meira en okkar konur. Þá er Hamar/Þór í 8. sæti deildarinnar og hafa tapað síðustu fjórum leikjum sínum.