Kvennalið Njarðvíkur tekur á móti Haukum kl. 18.50 í Njarðtaksgryfjunni í æfingaleik í kvöld. Haukar eins og kunnugt er leika í Domino´s-deild kvenna en Njarðvík í 1. deild.
Njarðvík mátti fella sig við tap gegn Fjölni í síðustu viku en það var jafnframt fyrsti leikur Ashley Grey fyrir fánann og UMFN.
Við minnum alla á að fjöldatakmarkanir kvöldsins eru miðaðar við 200 manns, frítt er inn á leikinn og húsið opnað gestum um 18.30, fyrstur kemur fyrstur fær.