Njarðvík-Haukar í Ljónagryfjunni 11. janúarPrenta

Körfubolti

Njarðvík tekur á móti Haukum í Subway-deild karla í kvöld fimmtudaginn 11. janúar. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Ljónagryfjunni Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5.

Nokkuð skilur á milli liðanna í deildinni í dag en það segir ekki of mörg orð í deild sem hefur sjaldan verið jafnari. Okkar ljón eru í 3. sæti deildarinnar með 16 stig en Haukar hafa tapað þremur deildarleikjum í röð og hafa 6 stig í 10. sæti deildarinnar.

Mætum græn í stúkuna og styðjum okkar menn. Hvert stig í þessari deild er þyngdar sinnar virði í gulli.

Áfram Njarðvík!