Haukar og Njarðvík mætast í sínum þriðja úrslitaleik í Subwaydeild kvenna í kvöld. Staðan í einvíginu er 1-1 eftir að bæði lið unnu útisigra í fyrstu tveimur leikjunum. Leikur kvöldsins hefst kl. 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Haukamenn verða með hamborgara til sölu frá kl. 18.30 og við Njarðvíkingar fjölmennum til að styðja okkar konur til sigurs, mætum græn!
Njarðvík 1-1 Haukar
Leikur 1: Haukar 59-70 Njarðvík
Leikur 2: Njarðvík 62-82 Haukar
Leikur 3: Í Ólafssal í kvöld kl. 19:15