Njarðvík-Haukar í VÍS-bikarnum í kvöldPrenta

Körfubolti

Njarðvík tekur á móti Haukum í 16-liða úrslitum VÍS-bikarsins í kvöld. Eins og flestum er kunnugt var ekki hægt að hafa þennan leik fyrr en niðurstaða úr kærumálum frá viðureign Tindastóls og Hauka væri komin í hús.

Leikurinn hefst kl. 19:15 í Ljónagryfjunni og verður í beinni útsendingu á Njarðvík TV. Við hvetjum að sjálfsögðu alla Njarðvíkinga til að fjölmenna í kvöld og styðja okkar menn til sigurs. Þess má geta að sigurvegari kvöldsins kemst áfram í 8-liða úrslit og mætir þar Keflavík.

Ársmiðar gilda ekki á bikarleiki og því bendum við á miðasölu á Stubbur app, miðaverð kr. 2000,- fyrir fullorðna og kr. 500,- fyrir börn.

Áfram Njarðvík