Njarðvík-Haukar: Leikur 2 í kvöld!Prenta

Körfubolti

Í kvöld fer fram önnur viðureign Njarðvíkur og Hauka í úrslitum Subwaydeildar kvenna. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Okkar konur í Njarðvík leiða einvígið 1-0 eftir frækinn sigur í Ólafssal í fyrsta leik. Þá var hart barist og má fastlega gera ráð fyrir að slíkt hið sama verði uppi á teningnum í kvöld. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari.

Partýtjaldið eða „Tailgate”-tjaldið verður á sínum stað frá kl. 17:45 þar sem stuðningsmenn beggja liða geta gætt sér á gómsætum hamborgurum og keyrt stemmninguna í gang.

Mætum græn!

Áfram Njarðvík

Við styðjum Njarðvík: