Njarðvík heimsækir Íslandsmeistara Vals í kvöldPrenta

UMFN

Í kvöld hefst sextánda umferðin í Bónus-deild karla. Njarðvíkurljónin heimsækja Íslandsmeistara Vals í N1-Höllina að Hlíðarenda. Leikurinn hefst kl. 19.15 og okkar menn þurfa þinn stuðning á pöllunum!

Njarðvík og Valur mættust í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð þar sem Valsarar höfðu betur í oddaleik en á þessari leiktíð höfðu grænir betur í fyrri deildarleiknum í IceMar-Höllinni.

Bæði lið eru að koma inn í þennan leik í góðum gír, Njarðvík með fjóra deildarsigra í röð og Valsmenn með tvo í röð. Valsmenn búnir að leggja Keflavík og Álftanes í síðustu tveimur leikjum og Njarðvík með sigra gegn Hetti og Álftanes í síðustu tveimur leikjum. Þetta verður hrikalega flottur leikur í kvöld – mætum græn!

Áfram Njarðvík