Njarðvík heimsækir KR á Meistaravelli í kvöldPrenta

Körfubolti

Fjórða umferð Bónusdeildar kvenna hefst í kvöld þar sem Ljónynjurnar okkar frá Njarðvík heimsækja nýliða KR á Meistaravelli í Vesturbænum. Leikurinn hefst kl. 19:15 og hvetjum við Ljónahjörðina til að fjölmenna og styðja okkar konur til sigurs.

Fyrir þá sem komast ómögulega á völlinn þá er leikurinn í beinni útsendingu á SÝN Sport Ísland 3. Það sem af er tímabili hefur KR unnið tvo leiki gegn Ármanni og Stjörnunni en þeirra fyrsta og eina tap til þessa var gegn Haukum. Njarðvík að sama skapi á toppi deildarinnar eftir sigra gegn Stjörnunni, Val og Tindastól í upphafi leiktíðar.

Við minnum svo á stuðningsmannakvöld deildarinnar 1. nóvember í safnaðarheimilinu í Innri Njarðvík, nánar um viðburðinn hér.