Njarðvík tekur á móti Hetti í Bónus-deild karla í kvöld kl. 19:15. Þetta er leikur í 15. umferð deildarinnar. Njarðvík vann fyrri leik liðanna í deildinni á Egilsstöðum 76-91.
Í þessari jöfnu deild eru öll stig þyngdar sinnar virði í gulli og því mikilvægt að fjölmenna á pallana og styðja okkar menn til sigurs í kvöld.
Fyrir leikinn í kvöld eru Ljónin með 18 stig í 3. sæti deildarinnar en Höttur er á botni deildarinnar með 8 stig eins og Haukar.
Sjáumst í IceMar-Höllinni í kvöld, áfram Njarðvík!