Njarðvík-Höttur í kvöld: Þónokkrir æfingaleikir í deiglunniPrenta

Körfubolti

Njarðvík mætti Fjölni í Dalhúsum í vikunni í æfingaleik í kvennaflokki og varð að fella sig við ósigur í leiknum 68-49. Fjölnir vann sér inn sæti í Domino´s-deild kvenna á komandi leiktíð en Njarðvík leikur í 1. deild. Leikurinn var fyrsti leikur Ashley Gray fyrir Njarðvík þar sem hún gerði 13 stig.

Karlalið Njarðvíkur mætir svo Hetti í Njarðtaksgryfjunni í kvöld föstudaginn 11. september kl. 20.00 en eftir þann leik tekur við Icelandic Glacial mótið í Þorlákshöfn 16.-24. september en þar ásamt heimamönnum eru Njarðvík, Keflavík og Grindavík. Eins og gildandi takmarkanir almannavarna boða nú þá verða aðeins leyfðir 200 áhorfendur á leiknum í kvöld. Enginn aðgangseyrir verður að leiknum svo það ríkir „fyrstur kemur, fyrstur fær,“ lögmálið. Húsið verður opnað gestum kl. 19.30.

Ryan Montgomery er mættur til landsins og lýkur síðari skimun á morgun, laugardag, svo hann verður ekki með í viðureign kvöldsins.

Kvennalið Njarðvíkur fær svo Hauka í heimsókn þriðjudaginn 15. september. Það er því nóg framundan hjá meistaraflokkum félagsins í undirbúningi sínum fyrir komandi átök í deild og bikar.

Áfram Njarðvík!