Njarðvík í Macron næstu fjögur árinPrenta

Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur framlengt samstarfi sínu við Macron og því munu lið félagsins klæðast Macron-búningum og öðrum Macron-vörum næstu fjögur tímabil.

Kristín Örlygsdóttir formaður KKD UMFN og Ingvar Jónsson frá Macron Suðurnes kvittuðu nýverið undir nýja samninginn. Macron Suðurnes er að Hafnargötu 6 í Reykjanesbæ en Macron var stofnað 1971 í Bologna á Ítalíu.

Upphaflega framleiddi fyrirtækið vörur fyrir önnur merki, þ.á.m. Nike, Adidas og Reebok. Árið 2001 varð stefnubreyting og áhersla lögð á framleiðslu íþróttafatnaðar fyrir hópíþróttir. Undanfarin ár hefur fyrirtækið bætt við einstaklingsíþróttum og götufatnaði með góðum árangri.

Nýtískuleg og framúrstefnuleg hönnun hafa gert Macron að einum mest vaxandi íþróttavöruframleiðanda í heimi. Macron Store Reykjavík opnaði árið 2015.

„Við erum hæstánægð með samstarfið við Macron en þeir bjóða upp á vandaðar vörur og skjóta afgreiðslu,” sagði Kristín Örlygsdóttir við undirritun samninganna.

Mynd/ Ingvar Jónsson frá Macron og Kristín Örlygsdóttir