Njarðvíkingar tylltu sér í toppsæti 2. deildar í dag þegar þeir lögðu Magna á Grenivík 0 – 1. Þetta var stór sigur fyrir liðið að fara á erfiðan útivöll og ná að landa sigri. Eflaust hafa fjöldinn allur að okkar fólki náð að sjá leikinn en hann var sýndur beint á magnitv.
Þetta var baráttuleikur allan tímann og heimamenn byrjuðu með talsverðri pressu sem okkur tókst að hrista af okkur og setja mark á 11 mín þegar Theodór Guðni skoraði eftir flott upphlaup. Eftir markið tók við mikill barátta og endist hún út allan leikinn en sterkur vindur var á annað markið og byrjuðum við á því að leika gegn vindinum.
Heimamenn fengu aldrei neitt teljandi færi í leiknum og óhætt að segja að sóknarlotur okkar hafi verið mun hættulegri. Við vorum klaufar undir lokin að innsigla ekki sigurinn þegar við fengu dauðafæri. En sigur var það og við þyggjum stigin þrjú.
Næsti leikur er á sunnudaginn eftir rúma viku þegar Höttur kemur í heimsókn, en fram að því munum við sitja sem fastast í fyrsta sætinu.
Mynd/ Markaskorarinn Theodór Guðni Halldórsson