Njarðvík-ÍR undanúrslit VÍS-bikarsins í LjónagryfjunniPrenta

Körfubolti

Njarðvík tekur á móti ÍR í undanúrslitum VÍS-bikarkeppninnar kl. 18.00 í Ljónagryfjunni í kvöld. Bræðurnir Teitur og Gunnar Örlygssynir munu sjá um að grilla borgara ofan í gesti!

Miðasala kvöldsins er hafin inni á Stubbur-app. Við hvetjum alla Njarðvíkinga til að fjölmenna en sigurvegari kvöldsins mætir Stjörnunni eða Tindastól í bikarúrslitum um helgina.

Leikur kvöldsins verður einnig í beinni útsendingu á RÚV 2