Eftir tíu ára bið er Njarðvík Íslandsmeistari í annað sinn í sögu félagsins í úrvalsdeild kvenna! Til hamingju meistaraflokkur kvenna – til hamingju Njarðvíkingar!
Eins og flestum er kunnugt hafðist sigurinn eftir oddaleik gegn Haukum í Ólafssal, lokatölur 51-65 þar sem Ljónynjurnar tóku öll völd á vellinum frá fyrstu mínútu leiksins.
Aliyah Collier – MVP
Aliyah A´taeya Collier var í mótslok valin verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar en hún gerði 24 stig, tók 25 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í oddaleiknum. Hér koma svo hennar helstu tölur alla fimm leikina:
Leikur 5: 24 stig, 25 fráköst, 4 stoðsendingar – 41 í framlag
Leikur 4: 27 stig, 20 fráköst, 2 stoðsendingar – 20 í framlag
Leikur 3: 38 stig, 20 fráköst, 4 stoðsendingar – 44 í framlag
Leikur 2: 21 stig, 13 fráköst, 5 stoðsendingar, 6 stolnir – 24 í framlag
Leikur 1: 31 stig, 20 fráköst, 3 stoðsendingar – 46 í framlag
Serían í heild sinni
Leikur 1: Haukar 59-70 Njarðvík (0-1)
Leikur 2: Njarðvík 62-82 Haukar (1-1)
Leikur 3: Haukar 69-78 Njarðvík (1-2)
Leikur 4: Njarðvík 51-60 Haukar (2-2)
Leikur 5: Haukar 51-65 Njarðvík (2-3)
Í annað sinn er Njarðvíkurliðið Íslandsmeistari en sá fyrsti kom í hús 2012 og það árið varð liðið einnig bikarmeistari. Það árið hafnaði Njarðvík í 2. sæti í deildarkeppninni en í vetur var liðið lengst af í toppsæti deildarinnar en hafnaði svo í 4. sæti og fékk deildarmeistara Fjölnis í fyrstu umferð. Sú sería fór 3-1 fyrir Njarðvík og þar sem Haukar lögðu Val 3-0 þá var úrslitaserían milli Njarðvíkur og Hauka og lauk henni með þessum eftirminnilega oddaleik í gærkvöldi.
Haukar hafa staðfest að áhorfendamet var slegið í Ólafssal, þessu frábæra körfuknattleikshúsi þeirra Hafnfirðinga sem nefnt var í höfuðið á Ólafi Rafnssyni heitnum sem var fyrrum formaður KKÍ, fyrrum forseti ÍSÍ og fyrrum forseti FIBA Europe.
Árið 2012 dúkkar aftur upp kollinum þegar kemur að aðstoðarþjálfara liðsins en Lárus Ingi Magnússon var aðstoðarþjálfari Sverris Þórs Sverrissonar árið 2012 líkt og með Rúnari Inga Erlingssyni í ár.
Við munum flytja frekari tíðindi, myndir og annað gott af Íslandsmeisturunum okkar næstu daga. Við látum þetta duga í bili en viljum endilega benda ykkur á umfjallanir helstu miðla um sigur okkar kvenna:
Karfan.is: Njarðvík Íslandsmeistarar 2022 eftir sigur í oddaleik í Ólafssal
Vísir.is: Njarðvíkingar eru Íslandsmeistarar
Mbl.is: Njarðvík Íslandsmeistari í annað sinn
VF.is: Njarðvíkingar eru Íslandsmeistarar kvenna í körfuknattleik
RÚV.is: Njarðvík Íslandsmeistari eftir öruggan sigur á Haukum
Mynd með frétt/ Jón Björn