Njarðvík tekur á móti Keflavík í Bónus-deild karla í kvöld kl. 20.15. Eru ekki örugglega allir búnir að tryggja sér miða á Stubbur-app?
Ljónin eru í 3. sæti deildarinnar fyrir leik kvöldsins með 16 stig en Keflavík í 4.-6. sæti með 14 stig. Það eru því tvö rándýr stig í boði.
Upphitun hefst 18:30 en þá verður grillið tendrað og boðið upp á hamborgara. Leiktæki verða fyrir börnin. Upphitun fer fram í sal Stapaskóla og hvetjum við Njarðvíkinga og Keflvíkinga til að fjölmenna.
Við viljum minna á Minningarsjóða Ölla, sjóðurinn styrkir börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning sjóðsins 0322-26-021585, kt. 461113-1090.
Áfram Njarðvík!