Í kvöld lýkur fjórðu umferð Domino´s-deildar karla með tveimur leikjum. Fyrri leikur kvöldsins er Stjarnan-Þór Þorlákshöfn og kl. 20:15 verður bomba í Njarðtaksgryfjunni þegar Ljónin taka á móti Keflavík.
Vissulega verður það skrýtið fyrir marga að komast ekki á Njarðvík-Keflavík vegna áhorfendabanns en leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Við minnum alla á „vinnum saman” hjá Stöð 2 Sport.
Eins og kemur fram í meðfylgjandi mynd þá geta Njarðvíkingar og fleiri keypt sér „rafrænan miða” á leikinn í kvöld til þess að styðja við starf deilarinnar og það tekjufall sem hlýst af áhorfendabanni. Hvetjum alla til að taka þátt og „kaupa” sér miða, þú ferð í pott og við drögum út skemmtilega vinninga í kjölfarið.
Sem fyrr er von á hörkuslag en við þetta tækifæri vill stjórn og starfsfólk Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur þakka ljónahjörðinni allri kærlega fyrir að standa þétt við bakið á starfinu á umliðnum mánuðum sem hafa vissulega verið stór áskorun. Boltinn er kominn í gang og í kvöld er besti Derby-slagur landsins að fara fram – góða skemmtun öllsömul og áfram Njarðvík!
#FyrirFánann