Dregið var í undanúrslit í VÍS-bikarkeppninni í dag. Ljónynjurnar frá Njarðvík leika 20. mars en það voru Njarðvík og Keflavík sem komu saman upp úr pottinum og því ljóst að um Reykjanesbæjarrimmu verður að ræða í bikarvikunni flottu í marsmánuði.
Undanúrslit karla fara fram 19. mars en kvennaleikirnir 20. mars. Njarðvík þarf því að fara í gegnum topplið Keflavíkur til þess að komast í bikarúrslit og því um iðagrænt útkall að ræða á leikinn því sjötti maðurinn, hann er jú í stúkunni!
Undanúrslit karla – 19. mars
17:15 Álftanes-Tindastóll
20:00 Keflavík-Stjarnan
Undanúrslit kvenna – 20. mars
17:15 Keflavík-Njarðvík
20:00 Þór Akureyri-Grindavík