Njarðvík-Keflavík: Síðasti heimaleikurinn í A-deild!Prenta

Körfubolti

Það er risaleikur á miðvikudagskvöld, öskudag, þegar Njarðvík tekur á móti Keflavík í A-deild Bónusdeildar kvenna. Leikurinn hefst kl. 19:15 og er síðasti heimaleikurinn hjá Ljónynjum í A-deild. Hvetjum alla til að mæta í búningum (grænum) og styðja okkar konur til sigurs.

Sex stig eru í pottinum fyrir leikinn á miðvikudagskvöld, Njarðvík í 2. sæti deildarinnar með 28 stig en Haukar á toppnum með 32 stig. Það er enn möguleiki á því að ná deildarmeistaratitlinum en það er víst bara einn leikur í einu og nú er það grannaglíman gegn Keflavík.

Eftir leikinn á miðvikudagskvöld taka svo við tveir útileikir, fyrst þann 12. mars gegn Val og svo er lokaleikurinn gegn Haukum þann 26. mars.

Mætið tímanlega og með matarlystina, hamborgarar fyrir leik frá kl. 18.00.