Njarðvík heimsækir KR í 8-liða úrslitum VÍS-bikarsins í kvöld í vesturbænum. Leikurinn hefst kl. 19.15 að meistaravöllum. Mikilvægi leiksins þarf vart að taka fram en sigurvegarinn kemst áfram í bikarvikuna í Smáranum.
Stjarnan voru fyrsta liðið til að tryggja sig í bikarvikunna í gær með sigri gegn Álftanes en þetta eru liðin sem etja kappi í síðustu þrjú sætin:
KR – Njarðvík
Sindri – Valur
Keflavík – Haukar
Njarðvík og KR mæst einu sinni í deildinni vetur og þar höfðu KR sigur. Ekki amalegt að hefja vikuna á ferð í vesturbæ Reykjavíkur og styðja strákana inn í fjögurra liða úrslit VÍS bikarsins.
Áfram Njarðvík.