Njarðvík-KR í IceMar-Höllinni í kvöldPrenta

UMFN

Njarðvík tekur á móti KR í Bónus-deild karla í kvöld kl. 19:15 í IceMar-Höllinni. Fyrir leik kvöldsins eru Ljónin í 3. sæti deildarinnar með 20 stig en KR í 4.-7. sæti með 16 stig.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 en við hvetjum alla Njarðvíkinga til að fjölmenna á völlinn í kvöld og styðja okkar menn til sigurs.

Það er óhætt að segja að Njarðvíkingar eigi harma að hefna, skellur gegn KR í bikarnum sem var reyndar stærsta tap tímabilsins til þessa. Mætum græn og löndum tveimur rándýrum stigum í kvöld.

Áfram Njarðvík