Njarðvík-KR: Miðasala í gegnum Stubbur appPrenta

Körfubolti

Í kvöld er hörku slagur þegar KR mætir í Njarðtaksgryfjuna en leikurinn hefst kl. 20.15. Stjórn KKD UMFN vill ítreka af þessu tilefni að vegna sóttvarnarástæðna er aðeins hægt að taka á móti 90 áhorfendum. Öll miðasala fer í gegnum Stubbur app og öll börn telja inn í áhorfendahólf. Við ítrekum að aðeins þeir sem hafa miða í gegnum Stubbur app geta átt kost á því að horfa á leikinn frá áhorfendasvæðum.

Leikurinn verður einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en liðin eru á svipuðum slóðum í deildinni, KR í 4. sæti með 14 stig en okkar menn í 6. sæti með 10 stig. Í kvöld er s.s. síðari umferð deildarkeppninnar að hefjast eða 12. umferð og umtalsverðar breytingar hafa orðið hjá Njarðvík og KR frá því liðin mættust í fyrstu umferð en þar höfðu okkar grænir góðan útisigur í DHL-Höllinni.

Síðan þá hafa bæði Ryan Montgomery og Zvonko Buljan yfirgefið herbúðir Ljónanna en í þeirra stað komu inn Kyle Johnson og Antonio Hester. Þá var fögnuður í síðustu umferð þrátt fyrir tap en þá sneri Maciej Baginski aftur inn á parketið eftir fjarveru vegna meiðsla.

Stubbur app

Staðan í Domino´s-deild karla