Dregið hefur verið í fyrstu umferðum Borgunarbikars karla og hefst 21. apríl en konurnar 6. maí. Hjá körlunum eru leiknar tvær umferðir áður en að Pepsi-deildar félögin koma inn í 32 liða úrslit.
Andstæðingar okkar í fyrstu umferð er 4. deildarlið Stálúlfs sem er að mestu skipað leikmönnum að erlendu bergi. Stálúlfur hefur tekið þátt í Íslandsmóti og bikarkeppni síðustu ár. Njarðvík og Stálúlfur hafa aldrei mæst í leik áður. Leikur liðanna fer fram laugardaginn 22. apríl á gerfigrasinu við Kórinn í Kópavogi.
Sigurvegarinn úr þessum leik mætir ÍR í annari umferð laugardaginn 29. apríl á heimavelli sínum.