Njarðvík mætir Álftanesi í Bónus-deild karla í kvöld kl. 19.15. Leikur kvöldsins er í þrettándu umferð deildarinnar. Við hvetjum alla Njarðvíkinga til að fjölmenna í Forsetahöllina og styðja Ljónin í baráttunni um tvö rándýr stig.
Um þessar mundir geta veður skipast fljótt í lofti en Álftanes er í 10. sæti deildarinnar með 10 stig eins og Valur og ÍR en Njarðvík í 3. sæti með 14 stig.
Fyrir þá sem komast ómögulega á völlinn í kvöld þá verður leikurinn í Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport og líka í beinni á Bónusdeildar-rásinni hjá Stöð 2.
Áfram Njarðvík