Njarðvík mætir Grindavík í VÍS-bikarúrslitum á laugardagPrenta

UMFN

Njarðvík er komið í úrslit VÍS-bikarkeppni kvenna og mætir Grindavík í úrslitum bikarkeppninnar þetta árið. Leikurinn fer fram í Smáranum í Kópavogi laugardaginn 22. mars kl. 13.30.

Eftir frækinn sigur á Hamar/Þór Þorlákshöfn í Smáranum í gær var ljóst að Ljónynjurnar okkar myndu leika til bikarúrslita þetta árið. Það voru svo Grindvíkingar sem höfðu góðan sigur á Þór Akureyri í síðari undanúrslitaleik gærdagsins og því eru það Njarðvík-Grindavík í úrslitum.

Miðasala verður á Stubbur app og hefst á morgun. Það mun svo skýrast á næstu dögum hvernig Ljónahjörðin ætlar að hátta málum áður en hún ekur fylktu liði í Smárann á laugardag. Fylgist með!

Áfram Njarðvík

(Mynd/ Gunnar Jónatansson)