Njarðvík mætir Haukum í Ólafssal í kvöldPrenta

Körfubolti

Ljónin eru komin aftur á kreik eftir landsleikjahlé og í kvöld er það glíma af stærri gerðinni þegar Njarðvík mætir Haukum í Ólafssal í lokaleik átjándu umferð deildarinnar. Leikurinn hefst kl. 20:15 og verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport.

Fyrir leik kvöldsins erum við í 2. sæti deildarinnar með 26 stig en Haukar í 4. sæti með 24 stig. Í síðasta leik fyrir landsleikjahlé skellti Njarðvík Blikum 135-95 í Ljónagryfjunni og Haukar lögðu ÍR 95-88.

Njarðvík vann fyrri deildarleikinn gegn Haukum í Ljónagryfjunni 75-71 en síðan hafa þónokkur vötn runnið til sjávar. Við hvetjum Njarðvíkinga til að fjölmenna í Ólafssal og styðja við bakið á okkar mönnum, tvö rándýr stig á ferðinni.

Staðan í deildinni