Njarðvík mætir ÍA í fyrsta sinn í 25 ár!Prenta

Körfubolti

Strákarnir okkar eiga útileik á Akranesi í kvöld gegn nýliðum ÍA í Bónusdeildinn. Leikurinn er fyrsta viðureign félaganna í deildarkeppni frá árinu 2000 (Heimild: Korfustatt.is.) Liðin hafa mæst 16 sinnum í úrvalsdeild, Njarðvík með 12 sigra en ÍA 4.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer fram á Vesturgötu á Akranesi.

Eftir erfiða byrjun á leiktíðinni eru strákarnir staðránir í að snúa taflinu við og hvetjum við ykkur kæru Njarðvíkingar til að fylla bílana og taka rúntinn á Skagann til að styðja strákana til sigurs.

Áfram Njarðvík!