Njarðvík mætir Stjörnunni í Garðabæ í kvöldPrenta

Körfubolti

Í kvöld og á morgun stendur yfir Garðabæjarglíma hjá Ljónahjörðinni. Karlalið Njarðvíkur spilar sinn fyrsta leik eftir jólafrí í kvöld þegar liðið mætir Stjörnunni kl. 19:15 í Umhyggju-höllinni. Á morgun mætast svo Stjarnan og Njarðvík í Subway-deild kvenna á sama stað en sá leikur hefst kl. 14.00.

Njarðvík og Stjarnan eru jöfn að stigum í Subwaydeild karla bæði með 14 stig eftir 7 sigra og 4 tapleiki. Okkar menn fóru inn í jólafrí með tvo tapleiki á bakinu í röð og eru æstir í að heimsækja sigurbrautina á ný. Stjarnan að sama skapi fór með tvo sigra í röð inn í jólafrí og því óhætt að segja að allar forsendur eru fyrir hörku leik í kvöld.

Mætum og styðjum okkar lið, áfram Njarðvík!