Njarðvík mætir Stjörnunni í Garðabæ í kvöldPrenta

Körfubolti

Nú er lag að hlaða rafbílana eða fylla á lífefnaeldsneytið því það er stórleikur í Ásgarði í kvöld þegar Ljónin mæta Stjörnunni í fjórðu umferð Subway-deildar karla kl. 20:15. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport en græna hjörðin þarf að fjölmenna í stúkuna og styðja okkar menn allrækilega.

Bæði Njarðvík og Stjarnan hafa unnið tvo leiki og tapað einum í fyrstu þremur umferðunum. Njarðvík tapaði gegn ÍR en vann svo næstu tvo leiki gegn Hetti og Tindastól en Stjarnan hefur haft betur gegn ÍR og Val en tapaði fyrir Keflavík.

Sjáumst í Ásgarði í kvöld

#ÁframNjarðvík

Staðan í deildinni