Njarðvík með tvö lið í undanúrslitum bikarkeppni yngri flokkaPrenta

Körfubolti

Bikarkeppni yngri flokka er vel á veg komin en 9.-12. flokkur yngri flokkanna leika í bikarkeppni. Tvö lið frá Njarðvík eru eftir þegar komið er að fjögurra liða úrslitum en það eru 9. og 10. flokkur kvenna.

Njarðvík lagði Stjörnuna í 9. flokki kvenna til þess að komast í undanúrslit og 10. flokkur hafði betur gegn Grindavík í 8-liða úrslitum. Hér að neðan má sjá hvaða lið verða með 9. og 10. flokki þegar dregið verður í undanúrslit í bikarkeppninni.

Liðin í undanúrslitum 9. flokks kvenna
Njarðvík
Breiðablik
Haukar
KR

Liðin í undanúrslitum 10. flokks kvenna
Njarðvík
Keflavík
Snæfell
Stjarnan