Njarðvík meistari meistaranna 2022Prenta

Körfubolti

Njarðvík er meistari meistaranna eftir framlengdan spennusigur á Haukum í Ljónagryfjunni. Lokatölur leiksins voru 94-87 þar sem Aliyah Collier fór gersamlega hamförum með 45 stig og 29 fráköst! Svaðaleg frammistaða hjá Collier sem virðist vera í allrosalegu formi um þessar mundir.

Nýjasti Njarðvíkingurinn okkar Raquel Laniero stimplaði sig líka inn með látum því hún klukkaði 29 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Nú er næst á dagskrá sjálf Subwaydeildin þegar við mætum Keflavík á miðvikudagskvöld í fyrstu umferðinni.

Hér að neðan má nálgast nokkrar af helstu umfjöllunum um leik meistara meistaranna:

KKÍ.is: Njarðvík sigraði meistarakeppni kvenna

Karfan.is: Njarðvík meistari meistaranna eftir framlengingu

Mbl.is: Ótrúlegar tölur þegar Njarðvík fékk meistarabikarinn

Vísir.is: Njarðvík eru meistarar meistaranna

VF.is: Njarðvíkingar eru meistarar meistaranna

Collier og Laniero fóru á kostum í úrslitaleiknum